Aukinn kraftur á evru-svæði en minni í Bandaríkjunum

AGS hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir evru-svæðið þrátt fyrir að …
AGS hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir evru-svæðið þrátt fyrir að vöxturinn er mismikill eftir löndum Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir evru-svæðið fyrir árið í ár og það næsta. Hins vegar varar AGS við því hversu hægur batinn er í Bandaríkjunum á sama tíma og einkaneysla er lítil og skuldir hins opinbera miklar.

Vöxturinn nam 1,7% í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi en landið er annað stærsta hagkerfi heims. Var vöxturinn 3,7% á fyrsta ársfjórðungi og á AGS von á því að vöxturinn verði afar lítill næstu misseri. Á síðasta ári var samdrátturinn 2,6%. Hljóðar spá AGS upp á 2,6% hagvöxt í ár og 2,3% á því næsta.

AGS telur að atvinnuleysi verði áfram mikið í Bandaríkjunum en það mælist nú 9,6%. Verðbólguspáin er lág áfram eða 1,4% í ár og 1% á því næsta.

Hljóðar spá AGS fyrir árið í ár upp á 1,7% hagvöxt í ár en fyrri spá hljóðaði upp á 1%. Spáin fyrir 2011 hljóðar upp á 1,3% hagvöxt á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK