Döpur hagvaxtarspá í Bandaríkjunum

Efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru ekki mjög bjartar.
Efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru ekki mjög bjartar. Reuters

Hagvöxtur í Bandaríkjunum verður mun hægari á þessu ári og því næsta en búist var við, auk þess sem atvinnuleysi verður áfram mikið. Þetta kemur fram í fremur svartsýnni spá Seðlabanka Bandaríkjanna sem birt var í dag. 

Seðlabankinn telur að vöxturinn verði um hálfu prósentustigi minni á þessu ári og árið 2011 en áður hafði verið spáð. Niðurstaða nóvemberfundar bankans sýnir að mjög hógvær spá hefur verið skorin niður í 2,4-2,5% hagvöxt á þessu ári og 3,0-3,6% hagvöxt á því næsta. Talið er að atvinnuleysi á landsvísu fari ekki niður fyrir 9,5% á þessu ári og 8,9% á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK