Gjaldeyrishöftum ekki aflétt á næstunni

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Á næstu mánuðum mun skýrast hvort ólögmæti gengistryggingar hefur þær afleiðingar að eigendur fjármálafyrirtækja þurfi að leggja þeim til aukið eigið fé. Það mun þó ekki nægja til að gefa fjármálafyrirtækjunum það heilbrigðisvottorð sem þarf til þess að hægt sé að losa verulega um gjaldeyrishöftin.

Þetta kemur fram í inngangsorðum Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika.

„Fjármögnun fjármálafyrirtækja er nú varin af höftunum og yfirlýsingu stjórnvalda um að innlán séu að fullu tryggð. Mikilvægt er að traust á fjármálakerfið verði nægjanlegt til að fjármögnun kerfisins standist án þessara varna.

Í því sambandi er það einnig mikilvægt viðfangsefni að endurreisa virkni fjármálamarkaða sem áður léku stórt hlutverk í fjármögnun og áhættudreifingu og að opna á ný aðgang fjármálafyrirtækja og annarra aðila að erlendum lánamörkuðum. Þetta verða verkefni næstu missera ásamt vinnu við að þróa regluverk og eftirlit sem dugar betur til að draga úr líkum á fjármálaáföllum en það fyrirkomulag sem var fyrir hrun."

Enn er óvissa um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að minnka þessa óvissu til að traust skapist á fjármálafyrirtækjunum og fjárfesting og þjóðarbúskapurinn nái sér á strik, segir í Fjármálastöðugleika.

„Seinni dómur Hæstaréttar um gengisbundin lán sem kveðinn var upp í septembermánuði sló gólfi undir neikvæð áhrif ólöglegrar gengistryggingar á eigið fé fjármálafyrirtækjanna, þótt áfram ríki nokkur óvissa um hversu víðtækt vandamálið er. Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengislán er því mikilvægt skref til þess að flýta niðurstöðu í því efni og stuðla þannig að því að meiri skriður komist á fjárhagslega endurskipulagningu heimila og fyrirtækja."

Skýrslan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK