Í haldi vegna skemmda kjötsins

KFC var meðal þeirra sem keyptu kjöt af kínverska kjötframleiðandanum.
KFC var meðal þeirra sem keyptu kjöt af kínverska kjötframleiðandanum. AFP

Kínverska lögreglan hefur í haldi starfsmenn kjötframleiðslufyrirtækis þar í landi sem sakað er um að hafa selt útrunnið kjöt til skyndibitakeðja. Fyrirtækið er í eigu Bandaríkjamanna. 

Lögreglan segist hafa fimm starfsmenn Shanghai Husi Food Co. í haldi en fyrirtækið seldi m.a. McDonalds, KFC, Pizza Hut og Burger King kjöt. Meðal hinna handteknu eru tveir yfirmenn fyrirtækisins.

Yum, móðurfélag KFC og Pizza Hut, tilkynnti í dag að það hefði hætt viðskiptum við OSI Group, móðurfélag Shanghai Husi. Yum útilokar ekki málsókn en opinber rannsókn fer nú fram á málinu.

Frétt mbl.is: Útrunnið kjöt selt á McDonalds

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK