Ætlar að gefa 4.200 milljarða

Prinsinn Alwaleed bin Talal frá Sádi-Arabíu ætlar að gefa öll …
Prinsinn Alwaleed bin Talal frá Sádi-Arabíu ætlar að gefa öll auðæfi sín til góðgerðamála. Mynd/wikipedia.org

Prinsinn Alwaleed bin Talal frá Sádi-Arabíu hefur gefið það út að hann ætli að gefa öll auðæfi sín til góðgerðamála á næstu árum. Prinsinn er meðal þeirra ríkustu í heimi og kemur fram í tilkynningu frá honum að um sé að ræða 32 milljarða Bandaríkjadali, en það eru tæpir 4.200 milljarðar króna. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðæfi hans metin á 28,4 milljarða og er hann í 34. sæti yfir ríkasta fólk í heimi.

Í tilkynningunni kom fram að nota ætti fjármunina til að brúa saman menningaheima, þróa samfélög, styrkja stöðu kvenna og ungmenna og veita grunn aðstoð á hamfarasvæðum.

Prinsinn er 60 ára og hefur verið á topp lista Forbes yfir auðugust menn heims síðan listinn var fyrst kynntur árið 1988. Hann hefur fjárfest víða á undanförnum áratugum, en hann á 95% hlut í His Kingdom Hold­ing Comp­any, sem á fjölda hót­ela, hluta­bréfa í Citigroup, News Corp, Twitter og öðrum stór­um net­fyr­ir­tækj­um. Þá á prins­inn fast­eign­ir um all­an heim og var fyrst­ur ein­stak­linga til að kaupa sér Air­bus A380 þotu til einka­nota. 

Föðurafi prinsins var einn stofnenda Sádi-Arabíu, en móðurafi hans var fyrsti forsætisráðherra Líbanon. Hann hefur auðgast gríðarlega á eigin fjárfestingum, en sagan segir að hann hafi byrjað fjárfestingaferil sinn með 30 þúsund dölum sem hann fékk að gjöf. 

Frétt mbl.is: Prins í rifrildi við Forbes um auðæfin

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK