Góðir kúnnar í þyrlum og á druslum

Hjónin Stefán Sigurðsson pg Brynhildur Kristjánsdóttir hafa rekið Vitann í …
Hjónin Stefán Sigurðsson pg Brynhildur Kristjánsdóttir hafa rekið Vitann í 32 ár. Mynd af Facebook síðu Vitans

Um 160 manns hafa þegar pantað borð á Vitanum í Sandgerði á nýársdag. Um fimm þúsund manns hafa pantað borð í haust og til stendur að koma fyrir þyrlupalli við staðinn. 

„Við erum þeir einu á landinu sem eru með lifandi krabba og skelfisk fyrir utan. Við erum með borholu þar sem við dælum upp sjó af 40 metra dýpi og höldum krabba, öðuskel, kúfuskel, bláskel og beitikóngi lifandi í garðinum,“ segir Stefán Sig­urðsson, eigandi Vitans, aðspurður um ástæður vinsældana.

Sonur hans er atvinnukafari og týnir fyrir öðuskelina fyrir Stefán en gestir geta síðan fengið að skoða körin, sem alls eru þrettán talsins, og valið sér rétt.

Áhugi fyrir að koma með þyrlu

Líkt og mbl greindi frá í dag hef­ur Stefán sótt um leyfi til þess að koma fyr­ir þyrlupalli við staðinn en bæjarstjórn er að skoða málið. Stefán segir allnokkra hafa beðið um að koma með þyrlu og hefur ferðaskrifstofa sem þjónustar efnaða ferðamenn m.a. beðið um slíka aðstöðu.

Stefán segir þetta vera mjög góðan kúnnahóp sem gaman er að fá þar sem þeir borða bæði vel og borga. „Góðir kúnnar geta þó eins verið að koma á druslubílum og eytt peningunum í mat í stað þess að vera eyða þeim í þyrlu,“ segir Stefán glettinn.

70 erlendir blaðamenn í mat

Aðspurður um samsetningu kúnnahópsins segir hann að um fjörtíu skólahópar séu búnir að bóka hjá honum auk þess sem einstaklingar hafi einnig verið að bóka. Þá er hópferðafyrirtækið Grayline búið að bóka um 700 manns í krabba og skelfisk á staðnum frá septembermánuði til desember.

Hann segir vöxtinn hafa verið mikinn á síðustu árum þar sem gestir hafa stundum komið auga á umfjöllun um staðinn í erlendum fjölmiðlum.

Síðasta haust komu fjórir hópar af erlendum blaðamönnum á Vitann. Alls voru þetta sjötíu manns og síðan hafa þeir verið að skrifa um staðinn um víða veröld að sögn Stefáns. Þá hefur heimsóknum á heimasíðu Vitans stórfjölgað og Stefán segir þær geta verið hátt í 400 á dag.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Óli Þór Ólafs­son, starf­andi bæj­ar­stjóri í Sand­gerði, að er­indi um þyrlupallinn hafi verið sent til Sam­göngu­stofu fyr­ir tveim­ur vik­um til álits. Þá sagði hann að bæj­ar­stjórn­in væri að velta mál­inu fyr­ir sér með vel­viljuðum huga.

Frétt mbl.is: Vill þyrlupall við veitingastaðinn

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/WVSHFfZ1W7g" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði.
Veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði. Mynd af Facebook síðu Vitans
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK