Evran á 190 til 210 krónur

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seðlabankinn auglýsir í dag fyrirhugað aflandskrónuútboð og mun verð á seldum evrum ráðast af þátttöku í útboðinu. Gengið er á bilinu 190 til 210 krónur fyrir hverja evru og er það lægst fyrir mesta magnið. Í lögunum er rætt um viðmiðunargengið 220 krónur á móti einni evru en samkvæmt auglýsingunni er það nokkuð lægra. 

Í dag er gengið um 140 krón­ur á móti einni evru og það þýðir að geng­is­hagnaður upp á 50 til 70 krón­ur á hverja evru mynd­ast í þessum viðskipt­um. „Hagnaðurinn“ vegna þessara viðskipta gæti því orðið nokkuð mikill en þó ber að taka fram að Seðlabankinn hefur keypt gjaldeyrisforða sinn á síðustu árum og þá oftast á hærra gengi en í dag þar sem krónan hefur verið að styrkjast undanfarið. 

Fjórir eiga helming aflandskrónanna

Útboðið fer fram fimmtudaginn 16. júní og hefst það klukkan 10 fyrir hádegi og stendur til klukkan 14 eftir hádegi sama dag.

Líkt og áður segir ræðst verðið af þátttöku í útboðinu og eru verðflokkarnir fimm talsins en viðskiptin verða hagstæðari fyrir aflandskrónueigendur eftir því sem magnið er meira. 

Verðflokkana má sjá í töflunni hér að neðan:

Líkt og fram hefur hefur komið hefur nokkur samþjöppun á eignarhaldi af­l­andskrónu­eigna átt sér stað á síðustu árum. Um helmingur allra aflandskrónanna er í höndum fjögurra stórra eigenda sem eru alþjóðlegir verðbréfa- og vogunarsjóðir. 

Heildarumfang útboðsins nemur um 320 milljörðum króna og eru samkvæmt þessu um 160 milljarðar í eigu fjögurra aðila. 

Þetta er stærsta gjaldeyrisútboð Seðlabankans hingað til.

Uppgjör viðskipta á grundvelli útboðsins fer fram 29. júní nk. Í auglýsingunni er vakin sérstök athygli á því að útboðið verður síðasta útboðið þar sem eigendum aflandskróna býðst að kaupa erlendan gjaldeyri áður en stjórnvöld hefja losun hafta á innlenda aðila: lífeyrissjóði, aðra lögaðila og einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK