Auglýst eftir bankastjóra

Staða bankastjóra Landsbankans er auglýst í dagblöðum í dag. Meðal þess sem krafist er af umsækjendum eru ótvíræðir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleiki og fagleg vinnubrögð og yfirgripsmikil þekking á íslensku viðskiptaumhverfi og fjármálamarkaði auk háskólamenntunar sem nýtist í starfinu.

Frétt mbl.is: Steinþór fær greidd laun í eitt ár

Starfið er auglýst í kjölfar þess að samið var um starfslok Steinþórs Pálssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í kjölfar mikillar gagnrýni á bankann vegna sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum í eigu bankans. Ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu í síðasta mánuði þar sem framganga Landsbankans við eignasöluna var harðlega gagnrýnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK