ESB fyrir framan Bretland í röðinni

Merkel er sögð hafa rætt við Trump í einrúmi þar …
Merkel er sögð hafa rætt við Trump í einrúmi þar sem hún hafi náð að sannfæra hann um mikilvægi ESB. AFP

Bandarískir embættismenn segja að Bretland sé nú fyrir aftan Evrópusambandið í röðinni þegar kemur að gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mýkst í afstöðu sinni gagnvart ESB í kjölfar þess að bandarískir embættismenn voru gerðir afturreka í tilraunum sínum að semja beint við Evrópuríki.

Greint er frá þessu á vef The Times.  Þar segir ennfremur, að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi rætt við Trump í síðasta mánuði og sannfært Trump um það að það væri einfaldara en hann teldi að semja beint við ESB. Þetta hefur Times eftir heimildarmanni sem þekkir til viðræðnanna. 

Þetta hafi orðið til þess að ríkisstjórn Trumps hafi áttað sig á því að það væri mikilvægara fyrir Bandaríkin að semja beint við ESB heldur en Bretland í kjölfar útgöngu þeirra úr sambandinu. 

Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB, TTIP-samningurinn, var settur á ís í kjölfar kosningasigur Trumps. Nú er talið að samningurinn verði endurskoðaður eða nýr samningur gerður. 

Miklir hagsmunir eru í húfi enda ESB stærsti markaður Bandaríkjanna hvað varðar verslun og viðskipti. Í fyrra fluttu Bandaríkin út vörur að verðmæti 270 milljarðar dollara til ESB og flutti inn vörur að verðmæti 417 milljarða dala. Á sama tíma fluttu Bandaríkin út vörur til Bretlands að verðmæti 55 milljarða dala og innflutningurinn var metinn á 54 milljarða dala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK