Hlutabréf Icelandair rjúka upp

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 10% frá opnun …
Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 10% frá opnun markaða. mbl.is/Árni Sæberg

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hafa hækkað um 10% frá opnun markaða í morgun í kjölfar þess að félagið hækkaði afkomuspá sína fyrir árið í gærkvöldi. 

Velta með hlutabréf félagsins klukkan 10 nam rúmlega 240 milljónum króna og gengið stóð í 16,50 en við lokun markaða í gær stóð gengið í 15. 

Uppgjör Icelandair Group fyrir þriðja ársfjórðung verður birt á fimmtudaginn næstkomandi. 

Frétt mbl.is Útlit fyr­ir betri af­komu Icelanda­ir

Sam­kvæmt drög­um að árs­hluta­reikn­ingi Icelanda­ir Group fyr­ir þriðja árs­fjórðung 2017 er EBITDA fé­lags­ins, rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði, í fjórðungn­um hærri en gert var ráð fyr­ir í af­komu­spá árs­ins sem birt var 27. júlí og hljóðaði upp á 150-160 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Jafn­framt hafa af­komu­horf­ur fyr­ir fjórða árs­fjórðung styrkst. Icelanda­ir ger­ir nú ráð fyr­ir því að rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði nemi 165-175 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, 17,5 til 18,5 millj­örðum króna, í ár.

Frétt mbl.is Horf­urn­ar best­ar á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK