Icelandair lækkar skarpt eftir verkfall

mbl.is/​Hari

Verð hlutabréfa í Icelandair lækkaði um rétt tæp 4% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Það sem af er degi nema viðskipti með bréfin tæpum 42 milljónum króna. 

Verk­fall flug­virkja Icelanda­ir hófst klukk­an sex í gærmorg­un en búið er að af­lýsa sjö af fimmtán flug­ferðum til og frá Íslandi og áfangastaða í Evr­ópu í dag. Þá er löng biðröð byrjuð að mynd­ast fyr­ir utan sölu­skrif­stofu Icelanda­ir við inn­rit­un­ar­borðin í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

Greint hefur verið frá því að síma­kerfi flug­fé­lags­ins hefði legið niðri um stund vegna álags­ins og á sam­fé­lags­miðlum má einnig finna fjöld­ann all­an af reiðileg­um kvört­un­um.

Magnús Jóns­son aðstoðarrík­is­sátta­semj­ari ætl­ar að vera í sam­bandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir eft­ir há­degi í dag vegna áfram­hald­andi funda­halda. Hann býst við því að næsti fund­ur verði hald­inn seinnipart­inn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK