Hækkun fasteignamats velt yfir á leigutaka

Turninn á Smáratorgi lætur tiltölulega lítið fyrir sér fara á …
Turninn á Smáratorgi lætur tiltölulega lítið fyrir sér fara á myndinni, en er þó hæsta bygging landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Miklar líkur eru á því að hækkun fasteignamats á næsta ári verði velt yfir á leigutaka þar sem fasteignagjöld eru langstærsti kostnaðarliður félaga í útleigu á atvinnuhúsnæði. 

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka sem telur lítið svigrúm til staðar hjá atvinnurekendum til að taka á móti slíkum leiguverðshækkunum og því sé hætta á því að þeim verði í framhaldinu ýtt út í almennt verðlag. 

Greiningardeildin bendir á að af kostnaðarliðum hjá félögum í útleigu á atvinnuhúsnæði vegi fasteignagjöld langþyngst. Hjá fasteignafélaginu Reitum hafi fasteignagjöld t.a.m. að jafnaði verið um 62% af rekstrarkostnaði frá 2009 og hafi hlutfallið farið stígandi. Miðað við sviðsmynd Greiningardeildar eru horfur á að fasteignagjöld muni nema allt að 70% af rekstrarkostnaði félagsins árið 2019.

Þar sem mikill meirihluti leigusamninga er bundinn vísitölu neysluverðs myndi þetta að öðru óbreyttu þýða að framlegð af rekstrinum myndi dragast verulega saman árið 2019 ef ekki kæmi til hækkunar á markaðsleigu umfram almenna verðlagsþróun. Fram hefur komið að í nýjum leigusamningum Reita er ákvæði þess efnis að verði veruleg hækkun á fasteignagjöldum sé hægt að breyta leiguverði. Samskonar sögu má segja um hin tvö félögin, Eik og Reginn,“ segir í Markaðspunktum.

„Að okkar mati er það óumflýjanlegt að félögin velti þessum kostnaðarhækkunum á einn eða annan hátt yfir á sína leigjendur til þess að rétta framlegðina af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK