Nox Medical fékk nýsköpunarverðlaun

Nox Medical hlaut sérstök verðlaun fyrir nýsköpun.
Nox Medical hlaut sérstök verðlaun fyrir nýsköpun. mbl.is/​Hari

Samherji er í efsta sæti lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2017 sem kynntur var í Hörpu í dag, en á listanum eru 857 fyrirtæki, 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Samherji var einnig í efsta sæti listans árið á undan, en á eftir Samherja koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál.

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, flutti ávarp við athöfnina í dag og veitti Nox Medical sérstök verðlaun fyrir nýsköpun og Eflu verkfræðistofu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð.

Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja í níu ár og er stærð listans í ár tiltölulega óbreytt frá árinu á undan, en áhugavert þykir að brottfall fyrirtækja af listanum var um tvöfalt meira en venjulega, sem má að hluta til rekja til hertra skilyrða, að því er segir í tilkynningu Creditinfo.

Í flokki meðalstórra fyrirtækja á listanum var Efnissala G.E. Jóhannssonar hf. efst, þar á eftir kom JTG ehf. og Keahótel voru í þriðja sæti. Í flokki minni fyrirtækja var Inmarsat Solutions ehf. efst á lista og þar á eftir komu Greiðslumiðlun ehf. og Jónatansson & Co. Lögfræðistofa ehf.

Listi Creditinfo var kynntur í Hörpu í dag.
Listi Creditinfo var kynntur í Hörpu í dag. mbl.is/​Hari
Eflu verkfræðistofu voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð.
Eflu verkfræðistofu voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK