Ölgerðin virði kjarasamninga

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni vegna frétta þess efnis að fyrirtækið hafi sett starfs­fólki sínu afar­kosti í tengsl­um við stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sem samið var um í lífs­kjara­samn­ingn­um í vor.

Sagt var að starfsfólki hefði verið boðið að af­sala sér rétti sín­um um styttri vinnu­viku, ell­egar yrði þeim sagt um um mánaðamót nóv­em­ber og des­em­ber.

Ölgerðin segir að málið snúist um starfsmenn fyrirtækisins sem vinni í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skyldna.

Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.

Rangt sé að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Starfsfólk hafi þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi um nokkurra ára skeið. Aldrei hafi staðið til að gera breytingar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK