Kvika, TM og Lykill sameinast

Kvika banki og TM.
Kvika banki og TM. Samsett mynd

Stjórnir Kviku banka, TM og Lykils fjármögnunar samþykktu í dag að sameina félögin. Verða félögin sameinuð undir merkjum Kviku, en TM mun færa vátryggingastarfsemi sína í nýtt félag, TM tryggingar hf., og verður það dótturfélag sameinaðs félags.

Marinó Örn Tryggvason verður forstjóri Kviku og Sigurður Viðarsson verður forstjóri TM trygginga. Fjármála- og rekstrarsviði Kviku verður skipt upp í tvö svið eftir samrunann; Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs.

Munu eigendur TM eignast 54,4% hlut í Kviku við sameininguna, en þó gætu þau hlutföll breyst ef Kvika gefur út nýtt hlutafé fram að afhendingardegi.

Viðræður um sameiningu félaganna hafa átt sér stað undanfarnar vikur og voru samhliða þeim framkvæmdar gagnkvæmar áreiðanleikakannanir.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að stjórnir félaganna telji raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200 til 1.500 milljóna króna árlegri kostnaðarsamlegð. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar eftir viðskipta- og einskiptikostnaðar vegna samrunans.

Í tilkynningu er kostnaðarsamlegðin sett fram á eftirfarandi hátt:

  • Árið 2021 verði samlegðaráhrif 500-600 m.kr. en einskiptiskostnaður 250-300 m.kr.
  • Árið 2022 verði samlegðaráhrif 1.000-1.100 m.kr. en einskiptiskostnaður 50-100 m.kr.
  • Eftir árið 2022 verði árleg samlegðaráhrif 1.200-1.500 m.kr. og óverulegir einskiptisliðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK