Takmarkanir gjörbreyttu rekstrinum

Eyrún Anna Tryggvadóttir.
Eyrún Anna Tryggvadóttir. mbl.is/Eggert

„Þetta verður fimmtándi markaðurinn sem við í POP-mörkuðum stöndum fyrir á þremur árum. Við höfum annaðhvort verið með markaði þar sem fyrirtæki stilla upp bás yfir heila helgi og bjóða sínum viðskiptavinum að koma eða netmarkaði,“ segir  Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir, einn eig­enda POP-markaða.

Um næstu helgi fer fram heima-pop-up á vefnum heimapopup.is. Nú taka um 200 verslanir þátt í verkefninu en markaðirnir hafa vaxið og dafnað undanfarin ár. Það má síðan í raun segja að þeir hafi sprungið almennilega út í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Yfirlitssíða fyrir viðskiptavini

Eftir að samkomutakmarkanir voru settar á fyrir rúmlega ári höfum við fært markaðinn nánast alfarið á netið. Það er ótrúlega magnað að sjá hvað þessi vettvangur að mæta með sína netverslun eða verslun á „markað“ hefur vaxið síðustu þrjú ár. Við erum með fyrirtæki sem hafa fylgt okkur frá fyrsta markaðnum sem var lítill markaður í Síðumúlanum.“

Á vefn­um er hægt að nálg­ast til­boð fjölda versl­ana. Er síðan því eins kon­ar yf­ir­lits­síða. Segir Eyrún að markaður sem þessi muni einungis halda áfram að vaxa. „Þetta er þægileg og einföld leið til að láta vita af sér. Fyrirtæki sjá hag í því að vera með sitt vörumerki þar sem bæði keppinautar og önnur fyrirtæki eru að auglýsa sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK