Festi óskar eftir sátt við SKE

Festi er móðurfélag N1, Krónunnar og Elko.
Festi er móðurfélag N1, Krónunnar og Elko. mbl.is/Árni Sæberg

Festi óskar eftir að hefja sáttaviðræður við Samkeppniseftirlitið (SKE) um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á Lyfju.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í dag.

Festi undirritaði samning um kaup á öllu hlutabréfum í Lyfju um mitt sumar í fyrra á grundvelli samkomulags sem var gert í marsmánuði sama ár. Þá var greint frá því að heildarvirði Lyfju nemi 7,8 milljörðum króna, en endanlegt virði ræðst af skuldastöðu Lyfju við afhendingu og gengi hlutabréfa í Festi á sama tímamarki. Festi er sem kunnugt er móðurfélag Elko, Krónunnar og N1. En 45 lyfja- og heilsuvöruverslanir eru reknar undir merkjum Lyfju um land allt.

Krefst að öllu óbreyttu íhlutunar eftirlitsins

Þá segir í tilkynningunni að Festi hafi greint í mars á síðasta ári frá frummati rannsókna SKE á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi á Lyfju, en samkvæmt því krefst samruninn að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu eftirlitsins.

Af þeim sökum hefur Festi nú sent erindi til SKE, þar sem sjónarmiðum félagsins er komið á framfæri og óskað eftir formlegum sáttarviðræðum við stofnunina um möguleg skilyrði vegna kaupanna. Þá mun erindið vera nú til meðferðar og skoðunar hjá eftirlitinu.

Vegna alls þessa hafa tímafrestir SKE til rannsóknar á kaupunum framlengst um fimmtán virka daga eða til 23. maí nk., segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK