Annað markaðsleyfið hjá Alvotech í Bandaríkjunum

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir nýja líftæknilyfjahliðstæðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvotech en þar segir að markaðsleyfið er fyrir notkun lyfsins til meðferðar bæði á fullorðnum og börnum. Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæða Alvotech sem hlýtur markaðsleyfi í Bandaríkjunum.

Í tilkynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara. Selarsdi var þróað og er framleitt af Alvotech með sömu frumutegund og framleiðsluaðferð og notuð er við framleiðslu Stelara.

Getum stuðlað að minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu

„Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að annað markaðsleyfið í Bandaríkjunum er í höfn. Þar með er líftæknilyfjahliðstæðan við Stelara komin með samþykki á 38 mörkuðum. Þegar Selarsdi kemur á markað í Bandaríkjunum snemma á næsta ári, getum við aukið aðgengi sjúklinga að þessu mikilvæga lyfi við bólgusjúkdómum og stuðlað að minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech.

Tekjur af sölu á frumlyfinu Stelara í Bandaríkjunum námu um 995 milljörðum króna (7 milljörðum Bandaríkjadala) á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi framleiðandans. Tilkoma líftæknilyfjahliðstæðunnar býður upp á sparnað í heilbrigðiskerfinu og fjölgun sjúklinga sem geta nýtt sér úrræðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK