Samþykkið marki tímamót fyrir Alvotech og líftæknilyfjamarkaðinn í Bandaríkjunum

Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi, sem er líftæknihliðstæða við gigtarlyfið Humira en það er eitt mest selda lyf heims. Tilkynnt var um helgina að FDA hefði veitt Alvotech einkarétt í eitt ár frá því að lyfið kemur á markað til að selja hliðstæðu í háum styrk með útskiptileika við Humira. Á síðasta ári nam sala á Humira í Bandaríkjunum rúmum 1.600 milljörðum króna.

Róbert Wessman forstjóri Alvotech segir að samþykkið marki mjög stór tímamót fyrir fyrirtækið en í raun einnig fyrir markaðinn fyrir líftæknilyf í Bandaríkjunum.

Auk hliðstæðnanna við Humira og Stelara er Alvotech með níu önnur lyf í þróun. Heildarmarkaður fyrir frumlyf þessara níu líftæknilyfja sem eru í þróun er áætlaður nærri 18.000 milljarðar króna á ári. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK