Bréf Alvotech taka stökk upp á við

Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, við skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar …
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, við skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar í desember 2022.

Bréf í lyfjafyrirtækinu Alvotech hafa hækkað mikið í viðskiptum í morgun, en seint á föstudag, eftir lokun markaða, var greint frá því að fyrirtækið hefði fengið leyfi frá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við frumlyfið Humira. Er lyfið notað við gigt og bólgusjúkdómum.

Í morgun var einnig greint frá því að Alvotech hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta um sölu á hlutabréfum í félaginu fyrir um 22,8 milljarða króna. Kom fram í tilkynningu að viðskiptin hefðu verið á genginu 2.250 krónur á hlut og að féð yrði notað í almennan rekstur og til að styrkja framleiðslugetu fyrirtækisins til að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað.

Gengi Alvotech stendur nú í 2.460 krónum á hlut, en fór hæst í 2.500 krónur á hlut.

Samtals hafa átt sér stað viðskipti fyrir 25,5 milljarða, eða tæplega 3 milljörðum umfram þau viðskipti sem tilkynnt var um sérstaklega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK