Alvotech selur hlutabréf fyrir 22,8 milljarða

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech mbl.is/Kristinn Magnússon

Alvotech hefur gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Fram kemur í tilkynningu að tilboðsgjafar fái afhent áður útgefin hlutabréf, sem eru í eigu Alvotech, í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland.

Endanlegt bindandi tilboð barst félaginu í morgun og hefur Alvotech ákveðið að ganga að því, að því er kemur fram í tilkynningu.

Fyrirtækið hyggst nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK