Steinar og Reynir ráðnir

Steinar og Reynir Freyr.
Steinar og Reynir Freyr. Ljósmynd/Aðsend

Appþróunarfyrirtækið Apparatus hefur ráðið tvo forritara í teymi sitt til að mæta fleiri og stærri verkefnum.

Steinar Ísaksson lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá HR 2023, en hann hafði áður lokið BS námi í viðskiptafræði frá HÍ. Hann starfaði síðast hjá Könguló ehf. við þróun applausna, að því er segir í tilkynningu.

Reynir Freyr Hauksson er líka tölvunarfræðingur frá HR, útskrifaðist með BS-próf 2021. Hann starfaði síðast hjá Glaze sem framendaforritari en hann er einnig höfundur og meðstofnandi fjártækniappsins „Dyngja“, þar sem notendur geta æft sig í fjárfestingum á hlutabréfum með gervipeningum.

„Steinar og Reynir voru valdir úr hópi mjög öflugra umsækjenda og eru þeir kærkominn liðsstyrkur nú þegar við erum að taka vaxtarkipp.  Báðir forritararnir munu gegna veigamiklu hlutverki í nýjum verkefnum en einnig sinna áframhaldandi þróun appa fyrir Domino's, Lyfju og Atlantsolíu,” segir Brynjar Gauti Þorsteinsson, tæknistjóri Apparatus, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK