Eyþór Ingi gerir Danina vandræðalega

Monitor er svo heppinn að eiga sannkallaðan Euro-hauk í horni, hann Hauk Johnson, sem mun fylgjast grannt með gangi mála í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

„Eyþór átti salinn gjörsamlega. Greyið Emmelie frá Danmörku kom á eftir honum og átti ekki séns. Kynnirinn þurfti að biðja fólk um að klappa fyrir henni,” segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz sem var ásamt nokkrum félögum sínum úr FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, stödd á sameiginlegri samkomu fulltrúa Norðurlandaþjóðanna í Eurovision, í Malmö á laugardagskvöld.

Á samkomunni, sem ætluð var til þess að kynna framlögin fyrir fjölmiðlum og aðdáendum, tróðu allir norrænu flytjendurnir upp. Til að kynda aðeins upp í mannskapnum tók Eyþór Ingi ekki einungis lagið „Ég á líf“ heldur einnig „Somebody to love“ með Queen. Mun hann hafa náð upp mikilli stemningu og má telja að hann hafi fengið kærkomna útrás en Íslendingar eru líklega vanari að sjá hann í þessum orkumikla og öllu rokkaðri ham.

Ef spár veðbanka ganga eftir ætti Emmelie þó ekki að telja sér of ógnað þar sem henni er spáð sigri í keppninni á laugardaginn. Þá verður hún nú varla vandræðaleg.

Hér að neðan má sjá Emmelie flytja framlag Danmerkur í Eurovision 2013.

Haukur Johnson
monitor@monitor.is 

Eyþór Ingi ásamt Emmelie frá Danmörku og Robin frá Svíþjóð.
Eyþór Ingi ásamt Emmelie frá Danmörku og Robin frá Svíþjóð. Mynd/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg