Frank Ocean olli fjaðrafoki með íslenskum ljósmyndum

Myndin af eiginmanni Kristinu við Svartafoss vilti um fyrir íslenskum …
Myndin af eiginmanni Kristinu við Svartafoss vilti um fyrir íslenskum fjölmiðlum sem töldu sjálfan Frank Ocean vera þar á ferð.

Kristina Petrošiutė vissi varla hver Frank Ocean var þegar henni bárust fregnir af því að hann hefði birt myndir eftir hana á Facebook og Tumblr-síðu sinni. Kristina er frá Litháen og stundar nám við Ljósmyndaskólann auk þess sem hún starfar á frístundaheimilinu Draumalandi. 

Frank birti alls átta myndir eftir Kristinu á Tumblr-síðu sinni og þann 8. júlí olli hann talsverðu fjaðrafoki hjá íslenskum fjölmiðlum þegar hann birti mynd hennar af manni við Svartafoss á Facebook-síðu sinni en þá töldu margir að söngvarinn væri kominn til landsins. 

<span>„Manneskjan á myndunum sem Frank Ocean deildi er eiginmaður minn,“ segir Kristina. „Ég tók myndirnar á ferðalagi um Ísland. Þær eru hluti af myndaþættinum <em><a href="http://www.flickr.com/photos/maklaudiene/sets/72157627522015156/" title="Beloved">Beloved</a></em> sem er tileinkaður bæði eiginmanni mínum og Íslandi.“ </span> <span><br/></span> <span>„Ef satt skal segja þá var ég ekki kunnug verkum Franks Oceans. Allt sem ég vissi var að hann er tónlistarmaður en ég gerði mér enga grein fyrir hversu „stór“ hann er,“ segir Kristina sem kveðst nú hafa lagst í smá rannsóknarvinnu og hlustað á tónlist hans.</span> <span><br/></span>

„Það gleður mig mikið að ljósmyndir mínar hafi snert við svo hæfileikaríkri og fordómalausri manneskju. Ég er alltaf hamingjusöm þegar verk mín veita fólki innblástur,“ segir Kristina.

Kristina heldur úti sjónrænni dagbók á

<a href="http://www.flickr.com/photos/maklaudiene/" title="Flickr">Flickr </a>

þar sem hægt er að fylgjast með henni og skoða verk hennar.

Kristina stundar nám við Ljósmyndaskólann.
Kristina stundar nám við Ljósmyndaskólann. Ljósmynd/ Ólöf Þóra Sverrisdóttir
Frank birti alls átta myndir úr myndaþættinum Beloved á Tumblr.
Frank birti alls átta myndir úr myndaþættinum Beloved á Tumblr. Ljósmynd/ Kristina Petrošiutė
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes