Nike-brjálæði á Íslandi

Fyrir ekki svo löngu var sú tilhugsun að klæðast fínni skyrtu, leðurbuxum og Nike-skóm hlægileg en í dag er það hátíska. Tískan er fyndið fyrirbæri, ætli við munum hlæja að þessu eftir 10 ár? Í dag er önnur hver manneskja í Nike free-skóm og við stelpur höfum fært okkur úr hælum í strigaskó sem er auðvitað bara jákvæð þróun - fer betur með fæturna.

Stíllinn kíkti til Elfu Arnardóttur, markaðsstjóra Nike á Íslandi, til að fræðast um hvað væri framundan hjá Nike.

Stefnan er að Nike verði númer 1 í fatavali við öll tækifæri, hvort sem þú ert að fara í ræktina, vinnuna eða út að skemmta þér. Mikið af frægasta íþróttafólki heims, líkt og Rafael Nadal, Neymar, Serena Williams og Christiano Ronaldo, klæðist einungis Nike-fatnaði. Þau eiga stóran þátt í því að koma nýjungum á framfæri og standa í raun fyrir íþróttamanninn sem vill vera töff en hefur samt á sama tíma þægindin í fyrirrúmi. Nike ætlar sér að leggja meiri áherslu á götufatnað en áður, því ætti að vera freistandi fyrir fólk að klæðast Nike frá toppi til táar. Nýjung hjá Nike er Tech Pack-lína sem inniheldur buxur, peysur og jakka úr efni sem er einstaklega létt en hlýtt.

Æfingafatnaður mun vera í öllum regnbogans litum, mikið af mynstrum og áberandi Nike-logo verða einkennandi.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Nike! Stíllinn var svo heppinn að fá að birta myndir úr nýjustu myndatöku Nike hér á Íslandi, sem Kjartan Magnússon

tók, en þær hafa hvergi verið birtar áður.

<em><br/></em> <em><br/></em> <em>Hér sést aðeins brot úr stílnum þessa vikuna. Stílinn má skoða í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.</em>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant