Vísindi eru töff

Sprengjugengið sést hér í náttfötunum.
Sprengjugengið sést hér í náttfötunum. Ljósmynd/ Rósa Braga

Sprengjugengið er hópur af nemendum við efnafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Í hópnum eru sem stendur 17 meðlimir af öllum stigum náms. 

„Við erum með tvær stórar sýningar á ári þar sem almenningi er boðið upp á fría sýningu í Háskólabíó, það er Háskóladagurinn og Vísindavaka Rannís. Á þessum sýningum taka flestir meðlimirnir þátt og öllum stóru atriðunum tjaldað til. Þess á milli erum við að heimsækja félagsmiðstöðvar, leikskóla, grunnskóla, árshátíðir og þess háttar viðburði,“ segir einn sprengjusérfræðingurinn Adam Erik Bauer. 

Hægt er að panta heimsóknir frá Sprengjugenginu gegn hóflegri greiðslu  í gegnum Facebook síðu gengisins en á föstudaginn býðst áhugasömum að berja vinnu þeirra augum á Vísindavöku í Háskólabíó.

„Meðlimir gengisins fá engar tekjur af vinnu sinni, greiðslurnar fara allar upp í efnis- og ferðakostnað. Ástæðan fyrir því er að við viljum vera ódýr svo fleiri aðilar hafi efni á að fá okkur í heimsókn,“ segir Adam. „Við reynum að setja efnafræðina fram á áhugaverðan og skemmtilegan hátt,“ segir hann og bætir við að hópnum finnist afar skemmtilegt að fá þetta tækifæri til að leika sér aðeins að náminu.

 Adam segir sýningar Sprengjugengisins við hæfi allra og að vísindi komi öllum við. „Sumir hafa bara áhuga á að kafa aðeins dýpra en innst inni held ég að allir séu smá forvitnir að eðlisfari varðandi byggingarefni líkamans og alheimsins,“ segir Adam. „Mér finnst frábært þegar við heyrum að krakkar líti upp til okkar og hafi okkur sem fyrirmyndir. Það segir okkur að vísindi eru töff.“

verðum á Vísindavöku á föstudaginn með tvær sýningar og bás

kl. 18:20 og 21:20. Frítt inn. Háskólabíó

Ljósmynd/ Rósa Braga
Ljósmynd/ Rósa Braga
Ljósmynd/ Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes