Eftirköst Airwaves í gamaldags hjólhýsi

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Nú fer stundunum í Símaklefanum senn að ljúka, en hér kemur eitt síðasta „símtal“ vikunnar.

The Vintage Caravan steig á stokk á dögunum með lagið „Expand Your Mind“ og vakti mikla lukku hjá lesendum. Sveitin spilaði á tveimur tónleikum á Airwaves og sýndu í bæði skiptin frammistöðu sem vakti mikla lukku hjá rokkunnendum. Seinna lag þeirra í Símaklefanum heitir M.A.R.S.W.A.T.T. og má sjá það hér að ofan. Monitor þakkar hjólhýsinu gamla fyrir skemmtilega frammistöðu og óskar því jafnframt góðs gengis með samninginn sem sveitin skrifaði nýlega undir.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir