Hannaðu eigin jakkaföt frá grunni

Það er lyfjafræðineminn Jökull Vilhjálmsson sem stendur á bakvið verslunina SUITUP sem opnar dyr sínar í dag. SUITUP sérhæfir sig í sérsaumuðum jakkafötum og öðrum herrafatnaði en viðskiptavinir geta valið á milli 250 efna og hannað útlit jakkafatanna sem eru síðan sérsniðin að líkama hvers og eins.

„Ég byrjaði síðasta sumar með litla netverslun sem gekk mjög vel og eru vörurnar núna í sölu í nokkrum búðum. Ég sá síðan góða markaðsmöguleika í jakkafötum og öðrum herraklæðnaði,“segir Jökull. „Flestar verslanir fyrir eru staðsettar í dýrum verslunarplássum með marga starfsmenn og selja dýra merkjavöru. Með því að lágmarka rekstrarkostnað, framleiða vörurnar undir eigin merki og versla beint við framleiðanda gat ég haldið kostnaði niðri og boðið gæðavöru á mjög sanngjörnu verði.“

Heiti verslunarinnar kemur eflaust mörgum kunnulega fyrir sjónir enda er frasinn „Suit up!“ einkennismerki glaumgosans Barney Stinson í gamanþáttunum How I met Your Mother. Jökull segir verslunina þó lítið hafa með þættina að gera. 

„Nafnið er einfalt, grípandi og lýsandi fyrir þjónustuna. Ég vildi ekki nota orð eins og 'Design' eða 'Collection' enda er ég eins langt frá því að vera fatahönnuður og mögulegt er. Ég læt viðskiptavini mína um að hanna fötin eftir eigin höfði enda veit enginn betur hvað þeir vilja en þeir sjálfir,“ segir Jökull. Allur fatnaður sem SUITUP mun bjóða upp á segir hann munu framleiddann undir sama merki en auk jakkafata mun verslunin bjóða upp á úrval af skyrtum, yfirhöfnum, bindum og slaufum. „Við erum án vafa fyrsta íslenska fyrirtækið sem býður upp á alla þessa þjónustu undir sama þaki,“ segir Jökull og bætir við að fataverslunin verði jafnframt sú fyrsta á landinu til að taka við greiðslu í gjaldmiðlinum Aurora Coin.

„Ég er mjög hrifinn af hugmyndinni á bakvið gjaldmiðilinn en til þess að hann nái fótfestu er nauðsynlegt að Íslendingar geti notað hann til kaupa á vöru og þjónustu. Lykillinn að því að styrkja stöðu hans er að nota hann í viðskiptum í stað þess að selja hann á undirverði,“ segir Jökull.

Hægt er að kynna sér verslunina frekar á heimasíðu hennar suitup.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes