Bardagabörn í Tælandi

Talið er að um 30 þúsund börn iðki muay Thai …
Talið er að um 30 þúsund börn iðki muay Thai á Tælandi.

Á samfélagsmiðlum er hann kallaður týndi sonur Bruce Lee en enginn virðist vita hvað ungi bardagakappinn í myndbandinu hér að neðan heitir í raun.

Fróðir menn hafa getið sér til um að drengurinn stundi muay Thai en það er tegund af blönduðum bardagalistum þar sem keppendur nota hnefana, olnboga, hné og fætur til að berja á eða sparka í andstæðinginn á ógnarhraða. Eitt er víst að Monitor myndi ekki vilja mæta þeim stutta í bræðiskasti í Bónus.

Mörgum þykir mikið til hæfileika unga bardagakappans koma en fáir vita eflaust að íþróttaiðkun hans er hugsanlega tegund af barnaþrælkun. Í Tælandi eru mörg fátæk börn undir 15 ára aldri þjálfuð í bardagalistinni og er þeim svo att saman í bardögum. Þau börn sem sýna hæfileika í greininni eru send í æfingabúðir þar sem bardagarnir verða enn blóðugri. Þau hefja jafnvel atvinnumannaferil þar sem háar fjárhæðir eru í boði fyrir sigurvegara í hverjum bardaga fyrir sig og fullorðið fólk veðjar á úrslitin sín á milli og í gegnum veðbanka. Rannsóknir á barnungum bardagaköppum sýna fram á minnistap og önnur frávik frá heilum heilbrigðra barna og segja læknar frávikin minna á skemmdir í heilum fórnarlamba bílslysa og líkamsárása.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka