Græða milljónir á Instagram

Aaron Huey, ljósmyndari National Geographic er einn af mörgum listamönnum sem græða fúlgur fjár af því að selja Instagram myndirnar sínar. 

Á mánudaginn græddi Huey meira en 10 þúsund dali eftir að hafa tilkynnt að myndirnar fengjust útprentaðar á 100 dali stykkið. Tilkynninguna sendi hann frá sér sama dag þegar hann tók að sér að ritstýra Instagram aðgangi tímaritsins The New Yorker í einn sólarhring.

„Ég er að gefa fólki list á ferðinni, í formi sem fólk þekkir og gef því og safna ákveðnu hugarfari,“ sagði Huey í samtali við Forbes. „Ég vil frekar hafa þessar myndir á veggjum og í höndum fólks en í þessum uppvakningakössum sem við störum á allan daginn. Útprentanir gera heiminn að betri stað. Punktur.“

Heimurinn er vissulega einnig betri staður þegar maður græðir milljónir á einum sólarhring en það verður að segjast að Huey hefur svo sannarlega unnið fyrir þeim. Fyrir utan vinnu sína fyrir National Geographic hefur Huey tekið ótrúlegar ljósmyndir í Afganistan, Pakistan og í Bandaríkjunum.

Huey er alls ekki sá fyrsti til að græða á Instagraminu sínu því ljósmyndarinn Daniel Arnold bauð fylgjendum sínum á samskiptavefnum að kaupa Instagram myndirnar sínar á 150 dali stykkið. Aðeins sólarhring síðar hafði Arnold grætt 15 þúsund dali sem samsvarar meira en 1,5 milljón íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes