Bloggar um fasteignaklám

Húsið úr Somethings got to give heillaði Kristínu.
Húsið úr Somethings got to give heillaði Kristínu.

Undanfarna mánuði hefur Kristín Hlöðversdóttir deilt myndum af fallegum fasteignum með vinum sínum á Facebook, yfirleitt með undir fyrisögninni „Fasteignaklám dagsins“. Margir af vinum hennar virtust deila þessu skemmtilega áhugamáli með henni og loks ákvað Kristín að prófa að færa sig yfir á bloggsíðu þar sem hún gæti „þróað fasteignaklámið nánar“ að hennar sögn.

„Frá því að ég var lítil hef ég horft dreymandi yfir húsin í vesturbæ Reykjavíkur og ímyndað mér að ég byggi í þeim. Sérstaklega í stýrimannahúsunum,“ segir Kristín. „Eftir því sem maður varð eldri þá hefur áhuginn eðlilega aukist, sérstaklega þar sem mig dreymir um að flytja að heiman bráðlega,“ segir Kristín og bætir við að maður geti ekki búið á Hótel mömmu og pabba endalaust.  

Hálfgerður parkets-perri

Kristín segist helst heillast af litlum krúttlegum húsum.  „Hús sem hafa sögu þykja mér langfallegust. Hvað þá lítil krúttleg hús við sjóinn. Ég myndi segja að ég heillaðist mjög af skandinavískum og bóhemískum stíl. Ekki af þessu hvíta steríla lúkki sem lætur líta út fyrir að íbúarnir séu vélmenni,“ segir Kristín en henni finnst að heimili ættu að vera hlýleg með nógu af myndum af veggjunum, góðum sófa og fallegu eldhúsi.

„Ég heillast  líka af fallegu parketi og er orðin hálfgerður parkets-perri,“ segir Kristín. Hún viðurkennir að hún sitji á Pinterest tímunum saman og skoði fallegt parket. „Ég held að stórglæsilegt parket geti gert gæfumuninn í hvaða húsi sem er.“

Kristín á sér mörg draumahús og nefnir Sigvaldahúsin sérstaklega í því samhengi en einnig gömlu húsin í Vesturbænum og þá helst á Ægisíðunni. „Draumurinn er að eignast hús við sjóinn, held ég sé orðin eitthvað voða rómantísk.“

Viðbrögðin við blogginu hafa farið fram úr björtustu vonum Kristínar og segir hún það mikla hvatningu til að blogga meira. „Ég held að flestir Íslendingar séu forvitnir að eðlisfari. Það að skoða heimili annarra er einstaklega skemmtilegt áhugamál og líka frábær leið til þess að fá hugmyndir.“ 

Kristín hóf bloggið eftir að hafa deilt áhugamálinu með Facebook …
Kristín hóf bloggið eftir að hafa deilt áhugamálinu með Facebook vinum sínum í nokkra mánuði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes