Vinna með tísku og tónlist

Tískubloggarinn Fanney Ingvars er mikill aðdáandi merkisins.
Tískubloggarinn Fanney Ingvars er mikill aðdáandi merkisins.

Þeir Arnar Leó Ágústsson, Sturla Sær Fjeldsted og Konráð Logi Bjartmarsson standa á bakvið fatamerkið Reykjavík x Roses sem vakið hefur nokkra athygli undanfarið fyrir flotta og stílhreina hönnun á stuttermabolum.

 „Við höfðum allir mikinn áhuga á erlendri streetstyle tísku og langaði að byggja upp íslenska línu,“ segir Konráð um tilurð merkisins. Hann segir bolina fyrst og fremst vera flotta en að einnig séu þeir afar þægilegir. 

„Við höfum okkar eigin stíl en byggjum hann út frá mörgum öðrum tískumerkjum,“ segir Konráð um innblásturinn en hann segir fötin vera fyrir fólk á öllum aldri og af öllum kynjum.

Sem stendur fást bolirnir einvörðungu í gegnum Facebooksíðu merkisins en félagarnir vinna nú að gerð heimasíðu til sölu á vörunum.

Tónlistarfólk hefur tekið merkinu opnum örmum en meðal þeirra sem hafa verið myndaðir í merkinu eru Logi Pedro Stefánsson og meðlimir Kaleo. „Tónlistarsenan á Íslandi fer ört vaxandi líkt og fatatískan,“ segir Konráð. „Þessir tveir heimar eru mjög líkir á margar vegu og það er ótrúlega gaman að geta unnið með þá í sameiningu.“

Konráð segir þá félaga hafa ýmislegt upp í erminni en að næst á dagskrá sé að stækka við línuna og fjölga tegundum af fatnaði.

„Við viljum að fólk geti keypt fatnað af okkur frá toppi til táar.“

Frumgerð af peysu frá merkinu.
Frumgerð af peysu frá merkinu.
Merkið er í góðum tengslum við hljómsveitina Kaleo.
Merkið er í góðum tengslum við hljómsveitina Kaleo.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes