Múmínálfakaffihús fyrir einmana sálir

Margir kannast eflaust við það að þemu séu mikilvægur hluti af matar- og afþreyingarmenningu Japana. Í því samhengi má nefna kattakaffihúsin og Pokémon-veitingastaði en einnig er til keðja Múmínálfakaffihúsa.

MC 4

Margir Japanir eiga erfitt með að tengjast öðrum tilfinningaböndum og til að mynda virðast hefðbundin ástarsambönd á undanhaldi í landinu. Það er því ekki óalgengt að sjá ungt fólk í Japan fara eitt á kaffihús eða út að borða. Það sem gerir Moomin Café svo sérstakt er ekki þemað sem slíkt heldur félagsskapurinn sem fólki býðst á staðnum.

MC 1

Þegar viðskiptavinurinn hefur fengið sér sæti segist þjónninn hafa verið beðinn að spyrja hvort hann hafi áhuga á félagsskap. Jánki viðskiptavinurinn er Snorkstelpan, Múmínpabbi eða jafnvel Snabbi leiddur til sætis. 

MC 6

Eflaust þætti mörgum furðulegt að sitja til borðs með risavöxnum múmínbangsa en þjónustan hefur verið við lýði hjá keðjunni frá árinu 2003 og nýtur mikilla vinsælda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant