Neituðu að birta bikiní-mynd

Bikiní myndin hugnaðist ekki Shape
Bikiní myndin hugnaðist ekki Shape

Brooke Birmingham er 28 ára gamall bloggari sem segir frá ótrúlegum árangri sínum á leið til heilbrigðari lífstíls á Brooke: Not on a Diet. Á síðustu fjórum árum hefur Brooke misst meira en 77 kíló. Nýlega hafði tímaritið Shape samband við Brooke og bað hana um að koma fram í liðnum „Success Stories“ í blaðinu þar sem birtar eru sögur af velgengni kvenna sem vilja koma sér í form.

Over the past four years, she's managed to lose more than 170 pounds.

En þegar Brooke sendi inn „eftir“ myndina af sjálfri sér í bikiníi fór Shape fram á að hún sendi þeim aðra mynd þar sem hún væri í stuttermabol. Þegar Brooke spurði hver ástæða þess væri var henni sagt að stefna blaðsins væri að sýna konurnar í þessum lið alltaf í stuttermabolum.

But when Brooke submitted this "after" photo of herself in a bikini, Shape insisted she send in another of herself in a tee.

Ekki þarf að skoða margar greinar úr liðnum til að sjá að þetta er langt því frá raunin og konurnar koma oft fram í bikiníum einum fata. Líklegt má telja að ástæða þess að sundfatamynd Brooke var hafnað sé sú að hún er með umtalsvert af aukahúð á maganum eftir þyngdartapið. „Mér leið eins og líkami minn væri ekki nógu góður til að vera á vefsíðunni þeirra,“ sagði Brooke í viðtali við Buzzfeed. Hún ákvað að endingu að leyfa Shape ekki að nota sína sögu en birti myndirnar þess í stað á blogginu sínu.

 „Ég vil að fólk viti að það ætti ekki að skammast sín fyrir hvernig það lítur út. Það á bara að elska líkama sinn sama hvað. Ég geng í bikiníi af því að það lætur mér líða vel. Það að þú hafir ekki það sem fjölmiðlar sýna sem hinn fullkomna líkama þýðir það ekki að þú sért ekki enn falleg(ur).“ Brooke segist skilja að Shape sé hluti af iðnaði sem gengur út á hið ytra en hún segir fólk þurfa að sjá raunverulegar afleiðingar þess að grennast mikið og hratt. Hún segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa og að margir hafi þakkað henni fyrir að sýna að fólk geti verið sátt við líkama sinn þrátt fyrir að eitthvað við hann kunni að bregða út frá hefðbundnum fegurðarstöðlum.

Shape tímaritið segir atvikið byggt á miskilningi og kennir lausráðna blaðamanninum Jessicu Girdwain algerlega um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg