Verslunarmannahelgin á Akureyri

Á Akureyri verður heldur betur fjör um verslunarmannahelgina því fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer þar fram. Á hátíðinni verða sex stórir útitónleikar ásamt fjölda annarra viðburða. Í miðbænum verður hægt að fara í tívolí, sirkus, vatnabolta og litabolta svo eitthvað sé nefnt.

Í Lystigarðinum verður góðgerðauppboð á Muffins að venju en sá dagskrárliður hefur notið mikilla vinsælda meðal gesta hátíðarinnar.

Á sunnudagskvöldinu verður síðan flugeldasýning sem hefur hingað til verið gríðarlega vel sótt.

Í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir: „Meðal staðfestra viðburða árið 2014 ber helst að nefna:

- Fimmtudagsfílinginn

- Kirkjutröppuhlaup

- Páll Óskar

- Óskalagatónleikar

- Íslandsmeistaramótið í sandspyrnu

- Eyþór Ingi

- Mótorhjólasafnið

- Flass back 90´s Dynheimaball

- Gott veður

- Dúndurfréttir

- Ævintýraland á Hömrum Hreimur & Made in sveitin

- Markaðs - og matartorg í göngugötunni

- Mömmur og möffins

- Paintball

- Sæll Vinur Sparitónleikar

- Dynheimaballið

- Kaleo

- Vatnaboltar

- Kók í bauk

- Leikhópurinn Lotta

- Ein með öllu og rauðkáli

- Svenni Þór

- Söngkeppni unga fólksins

- Óskar Pétursson

- Franskar á milli

- Hér er alltaf sól

- Sigling með Húna II

- Flugeldasýning - Tívolí

- Framtíðarstjörnur norðurlands

- Söngvaborg

- Lazertag

- Sundlaugin

- Berness

- Ein með öllu og allt undir

- Íslandsmeistaramótið í götuspyrnu

- Frey Scheving

- Hákon Guðni

- Stjórnin

- SIRKUS

- Íslands

- Retro Stefson

- Iðnaðarsafnið

- Hafdís Huld

- Johnny and the Rest

- Beebeeandthebluebirds

- Heimir Ingimars

– Sigga Beinteins & Grétar Örvars

- Ibsen

- Pálmi Gunnarsson

- Steindi Jr

- AS I AM

- Rúnar Eff

- Böddi Dalton

- HBI Vocalist

- Bent

- Úlfur Úlfur

- Sveppi og Villi

- Leik og dansstudio Alice

– 200.000 naglbítar

- Sólmundur Hólm.“

Ljóst er því að mikið verður um að vera á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og dagskrána í heild á heimasíðu Einnar með  Öllu.

Tekið skal fram að Vinir Akureyrar standa fyrir hátíðinni í samvinnu við Akureyrarbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes