Hvað þarf að hafa með í útileguna?

Það er frábært að geta spilað og sungið í góðra …
Það er frábært að geta spilað og sungið í góðra vina hópi í útilegunni. Ljósmyndari/Ómar Óskarsson

Um verslunarmannahelgina fara margir úr bænum í útilegu. Þegar komið er á áfangastað er of seint að snúa við og sækja það sem gleymdist. Monitor hefur því gert hér samantekt yfir helstu hluti sem gott er að hafa með sér auk hluta sem oftast gleymast.

Listinn er þó ekki tæmandi.

Tjaldbúnaður

Tjald

Bönd

Auka tjaldhælar - Þeir eiga það til að týnast.

Lukt 

Svefnbúnaður

Dýnur

Svefnpoki

Koddi

Loftpumpa fyrir dýnur.

Geymslupoki 

Teppi

Fatnaður

Nærföt til skiptanna.

Stuttermabolir

Stuttbuxur

Auka sokkar

Regnjakki

Náttföt

Sundföt

Auka buxur

Auka skór

Plastpokar fyrir óhrein föt eða blauta skó.

Matreiðsla

Vatnsbirgðir

Hitabrúsi

Ferðagrill

Kol fyrir ferðagrill.

Grillvökvi

Pappír til að kveikja í grillinu eða langar eldspítur.

Eldspítur eða kveikjari - nauðsynlegt og gleymist oft!

Vatnsbirgðir

Kakóduft

Hnífapör og skeið.

Eldhúsrúlla

Ruslapokar - Hafðu nóg af þeim, notagildið er hreinlega ómælanlegt.

Diskasápa - Gott er að geta skolað af diskunum eftir matinn.

Pottur og panna.

Matarolía

Grilláhöld

Dósaopnari

Bollar

Skurðarbretti - Hinsvegar eru sumir steinar ágætis skurðarbretti.

Ferðaborð og stólar.

Viskustykki

Salt og pipar - Ef eldamennskan fer úrskeiðis er alltaf hægt að redda sér með þessu.

Snyrtivörur

Tannkrem og tannbusti - Ekki gleyma þessu. Útileguandfýla finnst langar leiðir.

Handklæði

Rakvél - Ef þú ert einstaklega snyrtilegur aðili.

Klósettpappír

Ferðasturta - Ef þú átt slíka skaltu ekki gleyma henni.

Lyf - Ef þú þarft á þeim að halda. Gott er að taka auka birgðir með sér.

Svitalyktareyðir - Jafn mikilvægur og tannkremið.

Hár- og líkamssápa.

Dömubindi og aðrir slíkir hlutir fyrir dömur.

Skyndihjálparvörur

Plástur - Algengt er að fá rispur og sár í útilegum.

Límband

Sótthreinsiklútar

Skæri

Sólarvörn - Vonandi þurfum við svoleiðis um verslunarmannahelgina.

Lyf -  Fyrir þá sem þurfa.

Sárabindi

Rakakrem fyrir sólbruna - Fyrir bjartsýna útilegugarpa.

Vasaljós - Í fæstum tjöldum eru loftljós og því kemur vasaljósið sterkt til leiks.

Ýmsir hlutir

Kælibox fyrir mat - Gott er að hafa allan matinn á einum stað.

Regnhlíf

Hljóðfæri - Ef þú átt og kannt á hljóðfæri skaltu taka það með.

Vasahnífur - Vasahnífar hafa margsinnis sannað gildi sitt í útilegum.

Kerti - Það er einstaklega notalegt að sitja úti í kvöldblíðunni með kertaljós.

Útilegustólar

Bakpoki - Það getur verið gaman að fara í göngur og taka með sér nesti.

Sólgleraugu 

Bók - Ef það rignir út í eitt er mjög notalegt að sitja bara inni í tjaldi og lesa góða bók.

Veiðistöng 

Sykurpúðar - Stór partur af útilegu er að grilla sér sykurbúða eftir mat. Ekki gleyma þeim.

Kíkir - Fyrir fuglaáhugafólk er kíkirinn gott hjálpartæki.

Dráttarbeisli - Það er alltaf einn og einn sem festir sig í drullunni. Gott er að geta aðstoðað.

Nauðsynlegt er að láta vita af ferðum sínum, sérstaklega fyrir þá sem hyggjast tjalda úti í náttúrunni fjarri byggð á ómerktu tjaldsvæði. Það getur alltaf eitthvað komið upp á og því eru upplýsingar sem þessar mjög gagnlegar þegar á reynir.

Þetta eru þeir helstu hlutir sem Monitor telur að gott sé að hafa með í útileguna. 

Það getur verið basl að tjalda en þolinmæði þrautir vinnur …
Það getur verið basl að tjalda en þolinmæði þrautir vinnur allar. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes