Sendi myndband rétt fyrir dauða sinn

Robin Williams féll fyrir eigin hendi í síðustu viku.
Robin Williams féll fyrir eigin hendi í síðustu viku. AFP

Robin Williams sendi krabbameinsveikri konu í Nýja Sjálandi myndband stuttu fyrir andlát sitt.

Konan heitir Vivian Waller og er 21 árs. Í janúar á þessu ári var hún greind með krabbamein í lifur, lungum og þörmum og í kjölfarið skrifaði hún upp lista yfir fimm hluti sem hún vildi ná að upplifa fyrir dauða sinn. Waller vildi fagna 21 árs afmæli sínu, fagna eins árs afmæli dóttur sinnar Sophie, gifta sig, ferðast til Cooks eyjunnar Rarotonga og hitta Robin Williams. Waller þótti of veikburða til að ferðast til Bandaríkjanna en þegar Williams frétti af ósk hennar sendi hann myndbandið hér að ofan með tölvupósti til fjölskyldu hennar.

Það eina sem Waller hefur ekki náð að stroka af listanum sínum er ferðin til Rarotonga en hún giftist unnusta sínum Jack Waller í febrúar í kjölfar söfnunarátaks sem gerði þeim kleift að halda brúðkaup og fara í brúðkaupasferð með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Samkvæmt Buzzfeed hefur Jack ekki sagt eiginkonu sinni frá andláti Williams þar sem hún er veikburða og á erfitt með að einbeita sér. Því vilji fjölskyldan einbeita sér að því að taka einn dag í einu og njóta hverrar stundar saman.

Vivian með dóttur sinni.
Vivian með dóttur sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes