Komst inn í háskóla

VanVooren rataði fyrst í fréttirnar þegar hann spilaði leik með …
VanVooren rataði fyrst í fréttirnar þegar hann spilaði leik með ruðningsliði menntaskólans síns.

Noah VanVooren er með Downs-heilkenni og fyrir 18 árum sögðu læknar foreldrum hans að hann myndi seint geta gengið, talað eða gert nokkuð yfir höfuð. Nú hefur Noah endanlega sannað hversu rangt læknarnir höfðu fyrir sér því hann hefur verið tekinn inn í háskóla.

Lengi vel átti fólk með Downs-heilkenni ekki kost á því að ganga í háskóla en á síðustu árum hefur orðið breyting þar á. Árið 2007 var til að mynda í fyrsta skipti boðið upp á starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun og í dag er það enn ein námsleiðin sem þeim hópi býðst á háskólastigi hér á landi.

VanVooren var himinlifandi þegar hann fékk fréttirnar um að hann hefði verið tekinn inn í Edgewood-háskóla. Edgewood-háskóli rekur verkefni sem nefnist Cutting Edge en það gerir fólki með þroskahamlanir kleift að ganga í háskólann í fjögur ár þrátt fyrir að hafa ekki náð hefðbundnum inntökuskilyrðum og veitir þeim sérstakann stuðning meðan á skólagöngunni stendur.

Hér að neðan má sjá myndband af VanVooren að lesa inntökubréfið í Edgewood en það er ekki annað hægt en að gleðjast með unga manninum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes