Leikið í polli

Ófeigur Lýðsson

Leikið í polli

Kaupa Í körfu

Hún Fjóla Hlín Ófeigsdóttir stóðst ekki mátið og fór að sulla þegar hún gekk fram á freistandi poll í Reykjavík síðdegis í gær. Enda er fátt skemmtilegra en slíkt pollasull og -hopp þegar maður er tveggja ára. Þá skemmir heldur ekki fyrir að vera í rétta fótabúnaðinum til slíkra athafna. Veðrið lék við Fjólu Hlín og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsins sunnan- og vestanverðs í gær. Hæsti hiti gærdagsins mældist í Skaftafelli, þar sem hann var 22,9 stig. Í Reykjavík fór hitinn hæst í 19 stig

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar