Myndi kaupa sér mann ef hún ætti milljón

Þóra Hallgrímsdóttir.
Þóra Hallgrímsdóttir.

Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur og kennari við Lagadeild Háskólans í Reykjavík segist eyða allt of miklum peningum á kaffihúsum, börum og á veitingastöðum. Allavega samkvæmt greiningardeild Meniga.

Hvert er besta sparnaðarráðið?
„Hugsa fyrst, kaupa svo. Reyna samhliða því að hugsa ekki neina vitleysu.“

Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?
„Greiningardeild hins stórgóða þjónustufyrirtækis Meniga segir mér að ég eyði of miklu á veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Ég segi þeim á móti að það sé skilgreiningaratriði.“

Bestu kaupin?
„Listaverk eftir Birgi Andrésson heitinn rétt áður en hann féll frá.“

Verstu kaupin?
„Samansafn af öllum fötunum sem keypt hafa verið korter í einhvern tímamótaviðburð og eru enn í fataskápnum ónotuð.“

Sparar þú meðvitað?
„Ég hugsa alla vega mjög meðvitað um að spara. Meira síðustu misseri en áður. Einn liður í því er að hafa ekki farið til útlanda síðustu tvö ár.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?
„Þrátt fyrir bann við mansali myndi ég sennilega kaupa mér mann. Þá meina ég auðvitað jafnt karlmann sem kvenmann sem mundi nota peningana skynsamlega í samráði við áhyggjufullan föður minn til að dytta að ýmsu heima hjá mér og borga inn á skuldir. Fyrir skilgreindan afgang færi ég síðan til útlanda í þeim tilgangi að spara ekki meðvitað.“

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál