„Líf mitt snerist um kynlíf, eiturlyf og djamm“

Rachael hefur nú gefið út bók sem fjallar um starf …
Rachael hefur nú gefið út bók sem fjallar um starf sitt sem vændiskona Reuters

Þriggja barna móðir, Rachael Webster, frá Manchester gaf nýverið út bók um starf sitt sem háklassa vændiskona. Rachael hafnaði skólastyrk þar sem henni bauðst til að fara í nám í skapandi skrifum en hún vildi heldur einbeita sér að bókinni sem hún var þá að skrifa og útgáfu hennar. „Það var mér heiður að fá þetta tilboð en ég ákvað að taka áhættuna og hafna því til að geta skrifað sögu mína, ég sé ekki eftir ákvörðun minni,“ sagði Rachael í viðtali við The Daily Mail á dögunum.

Í bókinni segir hún frá því hvernig hún vann sér inn 3000 pund á viku með því að bjóða upp á kynlífsþjónustu til þeirra ríku. Einnig lýsir hún því hvernig hún klæddist dýrustu og fallegustu fötunum og borðaði á bestu veitingastöðunum þegar hún starfaði sem vændiskona. Kúnnahópurinn var fjölbreyttur að sögn Rachael, eina stundina var hún með ríkum og frægum einstakling og þá næstu með glæpamanni.

„Það var erfitt að lifa tvöföldu lífi og það var ekki eins spennandi og það sýndist stundum. Þrátt fyrir að þetta líf hafi oft verið heillandi þá myndi ég ekki vilja sjá dóttur mína í þessu starfi,“ segir Rachael sem var einstæð tveggja barna móðir þegar hún rakst á auglýsingu í blaðinu, fyrirsögnin var „Girls wanted.“

„Fyrir fyrsta verkefnið mitt fékk ég aðeins 50 pund en þegar ég fluttist til London þá fór ég að ná að vinna mér inn 12,000 pund á mánuði,“ segir Rachael sem sendi reglulega peninga til Manchester en þar var móðir hennar að hugsa um yngra barn hennar. „Móðir mín vissi ekki hvað það var sem ég vann við en hana var farið að gruna það, “sagði Rachael sem tók eldra barn sitt með til London. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta loksins keypt falleg föt og leikföng handa börnunum sínum.

Þegar móðir Rachael lést af völdum krabbameins árið 2010 lagðist hún í þunglyndi og hætti að vinna sem vændiskona. Nú hefur hún snúið blaðinu við. „Líf mitt snerist um kynlíf, eiturlyf og djamm en nú er það allt annað.“

Bókina, sem heitir „The first floor“, má nálgast á Amazon.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál