Karlar eiga fleiri bólfélaga

Það þýðir ekkert að vera óþolinmóð/ur í leitinni að hinum …
Það þýðir ekkert að vera óþolinmóð/ur í leitinni að hinum einum rétta eða að hinni einu réttu. mbl.is/AFP

Meðalkonan mun lenda í ástarsorg tvisvar áður en hún hittir mann drauma sinna samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Hún mun einnig kyssa 15 karlmenn og eiga í tveimur langtímasamböndum.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að áður en konurnar festa ráð sitt fara þær á fjögur misheppnuð stefnumót. Flestar lenda einu sinni í því að sá sem þær ætla á deit með mætir ekki. Konurnar munu einnig upplifa að vera ástfangnar tvisvar, vera í sambúð með einum maka og stunda einnar nætur gaman fjórum sinnum áður en þær finna mann drauma sinna.

Karlmenn þurfa að horfast í augu við það að mæta tvisvar á stefnumót þar sem deitið mætir ekki. Þeir fara sex sinnum heim með konum og eiga með þeim einnar nætur gaman áður en þeir hitta draumakonurnar (að meðaltali). Þessar tölur gætu þó verið að breytast þar sem önnur rannsókn hefur sýnt að karlmenn eru ekki eins smeykir og áður við að festa ráð sitt.

Samkvæmt heimildum Daily Mail tóku 2000 einstaklingar þátt í rannsókninni sem framkvæmd var af stefnumótasíðunni eHarmony. Í könnuninni kom fram að karlar eru yfirleitt 22 ára þegar þeir festa ráð sitt eða tveimur árum eldri en fyrir tíu árum.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að karlmenn eru líklegri til að vilja búa með maka sínum þegar þeir ná 25 ára aldri.

Einn af hverjum fjórum einhleypum karlmönnum sem tók þátt sögðust vilja byrja í sambandi til þess að geta eignast fjölskyldu, en einn fimmti hluti sagðist óttast það að heltast úr lestinni á meðan vinirnir væru að eignast maka og fjölskyldur.

Áður en þeir hefja alvarlegt samband fara þeir að meðaltali á átta stefnumót með ólíkum konum, þrjú blind stefnumót, og hitta þrjá einstaklinga á veraldarvefnum.

Munurinn á kynjunum liggur einna helst í fjölda bólfélaga – karlmenn eiga að meðaltali um tíu bólfélaga, en konur sjö yfir ævina.

Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að karlmennirnir eiga í sex ástarsamböndum yfir ævina og tvö þeirra endast í meira en ár, en konurnar eiga í fimm samböndum yfir ævina.

Næstum sex af hverjum tíu Bretum hefur á einhverjum tímapunkti fundist eins og þeir ættu aldrei eftir að finna þann eina rétta eða þá einu réttu.

Konurnar voru líklegri til að trúa á sanna ást eða 94 prósent kvenna. Aðeins 88 prósent karlmanna leið eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál