Skópar í lit flík sumarsins

Sölvi Tryggvason á ferðalagi.
Sölvi Tryggvason á ferðalagi. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er ekki vanur að sitja auðum höndum. Í sumar hefur hann gengið á nokkur fjöll, horft á flestalla leiki HM í fótbolta, og er nýkominn úr ferðalagi að Svartahafinu. Hann vill ekki gefa upp hver draumurinn er en hann er stöðugt að vinna í honum. 

Ertu búinn að gera eitthvað skemmtilegt í sumar, stendur eitthvað til? Ég er búinn að gera ýmislegt skemmtilegt í sumar, þó að veðrið hefði vissulega mátt vera aðeins betra. Ég er búinn að ganga á nokkur fjöll og fara að Glym í Hvalfirðinum og nýtti þessa fáu góðviðrisdaga í byrjun sumars til hins ýtrasta. Svo hef ég haldið HM í fótbolta heilagt og horft á flestalla leikina. En það sem stendur sennilega upp úr hingað til er ferð að Svartahafinu sem ég var að koma úr með Kjartani Inga Kjartanssyni æskuvini mínum og sykurpúða með meiru. Það sem stendur til er að fara á nokkra vel valda staði hér innanlands áður en sumarið er á enda og reyna að njóta þess að vera til. 

Hvert er uppáhaldslandið þitt/borgin þín? Uppáhaldsstaðirnir mínir í heiminum eru þó nokkrir, enda hef ég náð að ferðast mikið á síðustu árunum. En Kyoto í Japan og Bali í Indónesíu standa ennþá upp úr. Ótrúlegir staðir báðir tveir.

Ertu duglegur að elda? Ég hef átt mína spretti í eldhúsinu, en hef undanfarið verið afskaplega latur við að elda. Það stendur til bóta. 

Prjónar þú? Ég hef aldrei prjónað, enda ekki þekktur fyrir sterkar fínhreyfingar í höndunum, sem kannski má best sjá á afar klunnalegri rithönd.

Horfir þú mikið á sjónvarp eða hlustar þú mikið á útvarp? Ég horfi ekki mikið á sjónvarp alla jafna nei, en hef eins og áður segir legið yfir því undanfarið vegna heimsmeistaramótsins. Útvarpið hlusta ég aðallega á í bílnum, en stöku sinnum á kvöldin heima. 

Áttu gæludýr? Ég á ekki gæludýr, en hef átt kött. 

Ef þú mætt­ir gera gam­aldags síma­at, í hvern mynd­ir þú hringja og hvað mynd­ir þú segja í sím­ann? Ætli ég myndi ekki láta rúmenskumælandi einstakling hringja í Helga Þór Gunnarsson vin minn og tjá honum að vanvirðing á afmælissöngvum á rúmensku varðaði við lög og upptaka af söng hans væri til rannsóknar hjá lögreglunni í Pietra Neamt. 

Hvaða flík finnst þér að allir karlmenn þurfi að fjárfesta í fyrir sumarið? Er ekki sígilt að halda uppi ímynd skó-hirðfíflsins, þannig að menn mega gjarnan þrusa sér á eitt gott skópar. Helst í lit sem ber hærri tíðni en grátt eða svart.

Hver er draumurinn? Draumurinn er eitthvað sem ég ætla að halda fyrir mig, en ég er stöðugt að vinna í honum. 

Hvað er á döfinni? Á döfinni er að klára nokkur tímabundin verkefni og ákveða svo hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Það fer að verða tímabært.

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason segir að karlmenn þurfi að fjárfesta í …
Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason segir að karlmenn þurfi að fjárfesta í góðu skópari fyrir sumarið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál