Hvetur fólk til að gera sér upp sjálfsöryggi

Amy Cuddy segir öruggt fólk oft fá betri einkunnir í …
Amy Cuddy segir öruggt fólk oft fá betri einkunnir í skóla vegna þess að það þorir að taka þátt í umræðutímum. skjáskot af www.ted.com

Félagsfræðingurinn Amy Cuddy hefur rannsakað hvaða áhrif líkamstjáning fólks getur haft á mikilvæga þætti hvað varðar lífsgæði. Hún telur að við dæmum aðra og okkur sjálf ómeðvitað eftir líkamsstöðu og tjáningu. Þessum hugleiðingum deildi hún með þeim sem sóttu TED-fyrirlestur hennar í júní.

Cuddy segir flest fólk hafa áhuga á að stúdera hegðun annarra. Við erum sérfræðingar í að taka eftir t.d. vandræðalegum augnablikum eða skrýtnu glotti frá ókunnugum. En stundum gleymum við að stúdera okkur sjálf að mati Cuddy.

Cuddy bendir á að fólk sýni gjarnan vald sitt með líkamstjáningu. „Fólk stækkar sig og reynir að taka mikið pláss í rýminu, þetta gera dýr líka.“ Að sama skapi reynum við ósjálfrátt að minnka okkur þegar okkur finnst við vera vanmáttug, við viljum láta lítið fyrir okkur fara.

Við getum sagt margt án þess að tala. Hvernig við sitjum og stöndum hefur áhrif á hvernig aðrir sjá okkur. Líkamstjáning okkar er það mikilvæg að hún getur haft stórfengleg áhrif á framtíð okkar að sögn Cuddy. „Verður okkur boðið á stefnumótið eða fáum við vinnuna,“ útskýrir Cuddy sem telur fólk dæma aðra á aðeins nokkrum sekúndum.

Þóttist vera örugg þar til hún varð það

Cuddy segir mikilvægt að fólk velti þessu fyrir sér, fólk verður að gera sér grein fyrir hvað það er að segja þegar það segir ekki neitt. Þegar ákveðin líkamstjáning getur aukið lífsgæði okkar er nauðsynlegt að tileinka sér hana að sögn Cuddy.

„Gerðu þér hana upp þar til hún verður þér eðlislæg,“ segir Cuddy sem trúir því að hugurinn hafi áhrif á líkamstjáninguna en sömuleiðis að líkamstjáningin hafi áhrif á hugann. Ef maður þykist vera öruggur eru meiri líkur á að maður fari að finna fyrir öryggi að mati Cuddy. Það er einmitt það sem hún sjálf gerði þegar henni var farið að ganga illa í skóla. 

„Litlar breytingar geta orðið að stórum breytingum,“ segir Cuddy sem hvetur fólk til að einbeita sér í auknum mæli að eigin líkamstjáningu.

Fólk er fljótt að dæma aðra eftir líkamstjáningu þeirra.
Fólk er fljótt að dæma aðra eftir líkamstjáningu þeirra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál