Svona er morgunrútína kvenleiðtoganna

Stacey Bendet fer á fætur klukkan 4:45.
Stacey Bendet fer á fætur klukkan 4:45. AFP

Klukkan hvað vakna kvenleiðtogarnir og hvað gera þær á morgnana? Hvað borða þær og hvernig forgangsraða þær? Hvernig fara þær að því að koma svona miklu í verk?

Á vef Forbes er listi yfir tólf öflugar konur sem byrja daginn snemma. Listanum fylgja svo morgunrútínur þeirra sem eru margar hverjar öfundsverðar. Svona kemst maður víst langt í lífinu. Hérna koma þrír dugnaðarforkar og morgunrútínur þeirra.

1. Stacey Bendet, hönnuður hjá Alice and Olivia

4:45 Vakna og fæ mér morgunkorn. Svo geri ég ashtanga-jóga í klukkustund.

6:00 Dætur mínar vakna og ég útbý morgunmat handa þeim - græna mjólk (möndlumjólk, kókosvatn, banani og spínat) og pönnukökur. Svo hleyp ég niður og klæði mig á meðan þær borða. Svo klæði ég og greiði þeim.

8:00 Við förum af stað og ég skutla þeim í skólann og fer svo í vinnuna.

8:45 Ég er komin í vinnuna. Ég nota fyrstu klukkustundina í hugmyndavinnu.

2. Nell Scovell, handritshöfundur 6:43 Vekjaraklukkan hringir, það er bannað …
2. Nell Scovell, handritshöfundur 6:43 Vekjaraklukkan hringir, það er bannað að „snúsa“. Ég klæði mig í John Eshaya joggingbuxur og klossa. 6:50 Ég útbý kaffi og set vegan múffu í örbylgjuofninn. 6:55-7:15 Ég skoða tölvupóstinn minn, Facebook, TalkingPointsMemo og Jezebel á meðan ég borða. 7:14 Loka tölvunni. 7:15-7:45 Útbý morgunmat fyrir fjölskylduna. Þegar ég er að framleiða eða leikstýra þá næ ég sjaldan heim fyrir kvöldmat til að elda. Þess vegna reyni ég að einblína á morgunmatinn í staðin. 7:45 Krakkarnir yfirgefa húsið með eiginmanni mínum. Ég vaska upp. 7:50 Ég kíki aftur í tölvuna. 8:15- 9:15 Ég stunda líkamsrækt og reyni að horfa á sjónvarpið á sama tíma. 9:15-9:30 Fer í sturtu, klæði mig, sleppi því að þurrka á mér hárið (of tímafrekt). 9:30 – ? Skrifa, skrifa, skrifa.
3. Sally Susman, framkvæmdarstjóri 5:44 Innri vekjaraklukkan mín vekur mig, …
3. Sally Susman, framkvæmdarstjóri 5:44 Innri vekjaraklukkan mín vekur mig, án undantekningar. Hún vekur mig alltaf einni mínútu áður en iPhone vekjaraklukkan hringir. 6:00 Ég kíki á tölvupóstinn og fréttaveiturnar. 6:10 Fer í sturtu og klæði mig. 6:20 Drekk kaffi og skrifa smá, drauma, skáldskap eða dagbókarfærslu. 6:45 Fer út og kaupi dagblöð. 7:00 Geng rösklega á skrifstofuna eða tek leigubíl ef veðrið er vont. 7:15 Gríp með mér kaffi á leiðinni og kannski hafragraut eða vefju. 7:20 Ég er mætt í vinnuna 7:30 Ég tek fram skrifblokk og útbý lista yfir þá hluti sem ég ætla að afreka þann daginn. 7:45 Skoða þau óteljandi skilaboð sem mér berast. 8:00 Fer á fundi. Þessar morgunrútínur og fleiri má finna á heimasíðu Forbes.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál