Berst fyrir því að konur megi keyra bíl

Mannréttindi eru Ameerah al-Taweel ofarlega í huga.
Mannréttindi eru Ameerah al-Taweel ofarlega í huga. AFP

Sádi-Arabíska prinsessan Ameerah al-Taweel skildi nýverið við eiginmann sinn, milljarðamæringinn og prinsinn Prince Alwaleed Bin Talal. Síðan þau Ameerah og Alwaleed skildu hefur Ameerah barist fyrir jafnrétti kynjanna í Sádi-Arabíu en jafnrétti þar er ábótavant. Þar mega konur til að mynda ekki keyra bíl.

Á meðan Ameerah var gift Alwaleed vandist hún því að láta skutla sér um allar trissur enda hafði hún aðgang að limósínu og bílstjóra allan sólahringinn. Í dag er hún fráskilin og má ekki keyra, hún á þó bíl og bíður eftir að mega keyra hann hvar í heiminum sem er.

Ameerah er bjartsýn og telur að hún geti haft áhrif. „Mér ber skilda til að vekja athygli á þessum málum og reyna að finna lausnir. Ég fæ oft tækifæri til að tala frammi fyrir almenningi víðsvegar um heiminn, ég verð að nota það tækifæri og reyna að breyta þessum hlutum,“ sagði Ameerah í viðtali við Mail Online.

Konum hefur verið bannað að keyra í Sádi-Arabíu frá því að konungsríkið var stofnað en ef upp kemst að kona hafi brotið lögin um ökubannið á hún á hættu að hljóta svipuhögg. Mannréttindi eru Ameerah ofarlega í huga og því ætlar hún að vekja athygli á því óréttlæti sem ríkir.

Trúir að banninu verði aflétt

Ameerah er viss um að yfirvöld munu bráðlega aflétta banninu. „Það yrði risastórt skref. Það gæti gerst á einni nóttu. Ég trúi ekki að þetta bann muni standa yfir endalaust. Ég tel að unga kynslóðin muni hrinda af stað einhverri breytingu í Sádi-Arabíu.“

Ameerah segir konur frá Sádí-Arabíu gjarnan leigja bílstjóra sem er afar kostnaðarsamt. „Það getur kostað alllt að 340 pund (66.000 krónur) á viku,“ segir Ameerah. „Ég hjóla stundum en það er meira að segja erfitt í Sádí-Arabíu vegna þess að konur mega bara hjóla á svokölluðum „afþreyingar svæðum“.“

„Hentu þér fram af syllunni sem þú hefur alltaf óttast. Reyndu að vera sjálfstæð, farðu þína eigin leið. Þú munt elska það,“ segir Ameerah að lokum.

Ameerah al-Taweel hitti Chelsea Clinton í New York árið 2012.
Ameerah al-Taweel hitti Chelsea Clinton í New York árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál