Flutti og opnaði veitingastað

Sveinn Kjartansson opnaði nýjan veitingastað, AALTO bistró, á árinu.
Sveinn Kjartansson opnaði nýjan veitingastað, AALTO bistró, á árinu. KRISTINN INGVARSSON

Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari var með mörg járn í eldinum árið 2014. Hann flutti m.a. inn á nýtt heimili og opnaði veitingahús, AALTO bistró. Sveinn segir þetta tímabil hafa verið hápunkt og lágpunkt ársins. Sveinn ætlar líklegast að strengja áramótaheit fyrir árið 2015 en hann er vanur að setja sér markmið allt árið í kring.

Hvað stendur upp úr?

Ferð til Feneyja og sigling um Miðjarðarhafið sem ég fór í sumar ásamt góðu fólki.

Hver var hápunktur ársins? 

Opnun mín á veitingahúsinu AALTO bistró í Norræna húsinu og búsetuflutningur í Þingholtin.

Hver var lágpunktur ársins? 

Verð að segja að lágpunktur ársins hjá mér hafi í raun og veru verið sá sami og hápunkturinn, sem sagt að standsetja húsnæði, flytja og opna veitingastað. Planið var að vera fluttur áður en ég opnaði AALTO bistró en það plan breyttist.

Strengdir þú áramótaheit og stóðstu við það? 

Já og nei. Þ.a.e.s. ég strengdi heit, en reyndar ekki akkúrat um áramótin sjálf. Oft lofa ég sjálfum mér breytingum eða ég set mér markmið. Stundum set ég mér jafnvel tímamörk til að framkvæma ákveðnar breytingar eða ná markmiðum.

Hvað kenndi 2014 þér?

Að ég þurfi að halda áfram að endurskoða mat mitt á lífsgæðum.

Ætlar þú að strengja áramótaheit fyrir 2015? 

Örugglega.

Hverjar eru vonir þínar og væntingar fyrir 2015? 

Væntingar og vonir eru í mótun.

Á AALTO bistró fæst dásamlegur matur.
Á AALTO bistró fæst dásamlegur matur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál