Var valin úr milljón manna hópi

Unnur Lárusdóttir var á dögunum valin Alumni of the month …
Unnur Lárusdóttir var á dögunum valin Alumni of the month hjá Bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Unnur Lárusdóttir, 17 ára nemi við Verslunarskólann, var á dögunum valin Alumni of the month hjá Bandaríska utanríkisráðuneytinu en í hverjum mánuði velur ráðuneytið Alumni of the month og geta sendiráð bandaríkjanna um allan heim sótt um. Í fyrstu gerði Unnur sér ekki grein fyrir hvernig viðurkenning þetta er.

„Þá vissi ég lítið sem ekkert hvað þetta þýddi eða hvers konar viðurkenning þetta er. Degi eftir að ég fæ fréttirnar frá sendiráðinu hérna heima birtir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frétt um þetta á síðu sinni og þá fyrst get ég lesið mér til um viðurkenninguna,“ útskýrir Unnur. „Þetta kom mér virkilega skemmtilega á óvart og er ég mjög hissa á að ég hafi verið valin úr þeim fjölda fólks sem kom til greina. Sendiráðið hér heima segir að það sé líklegt að utanríkisráðuneytið hafi verið að velja einstakling úr allt að milljón manns.“

Bónus að fá viðurkenningu

Unnur var valin vegna þess að hún hélt ráðstefnu um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Á ráðstefnunni, sem var afar vel sótt að sögn Unnar, voru ýmis málefni rædd í tengslum við styttingu framhaldsskólanna. „Þar ræddu ræðumenn helstu kosti og galla styttingarinnar, hvaða áhrif styttingin mun hafa, hvernig háskólarnir munu starfa eftir styttinguna og svo framvegis. Ferlið gekk allt saman ótrúlega vel og það er náttúrlega bara bónus að fá viðurkenningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.“

Í tilefni viðurkenningarinnar mun Unnur hitta nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í sérstakri móttöku í dag. „Ég er vægast sagt spennt fyrir því að hitta Robert C. Barber, nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta er bara mjög skemmtilegt allt saman og ég hlakka til að fá að spjalla aðeins við hann,“ segir Unnur.

Frétt utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um viðurkenningu Unnar má lesa hérna.

Unnur á ráðstefnunni sem hún hélt um styttingu námstíma til …
Unnur á ráðstefnunni sem hún hélt um styttingu námstíma til stúdentsprófs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál