Hvernig öðlastu virðingu annarra?

Þú nærð bestum árangri njótir þú virðingar fólksins í kringum …
Þú nærð bestum árangri njótir þú virðingar fólksins í kringum þig.

Ætli maður að ná árangri í atvinnulífinu er færni í mannlegum samskiptum lykilatriði. Þeir sem ná vel til fólksins í kringum sig og öðlast virðingu samborgara sinna eru margfalt líklegri til að ná langt en aðrir. Forbes tók saman níu atriði sem gott er að hafa í huga ætli maður að öðlast virðingu annarra.

Berðu virðingu fyrir sjálfum þér

Þrátt fyrir að vera margtuggin klisja, er það einfaldlega staðreynd að enginn ber virðingu fyrir þeim sem bera ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Þetta felst ekki í sjálfsdýrkun eða hroka, heldur einfaldlega trú á eigin kostum. Hún mun síðan leiða til aukins sjálfstrausts og fagmannlegra og góðra samskipta. 

Það ber enginn virðingu fyrir þér ef þú berð ekki …
Það ber enginn virðingu fyrir þér ef þú berð ekki virðingu fyrir öðrum.

Berðu virðingu fyrir öðrum.

Fólkið í kringum þig þráir að láta bera virðingu fyrir sér á sama hátt og þú, og á það ekki síður skilið. Annað lykilatriðið er því að bera virðingu fyrir öðrum til að öðlast virðingu sjálfur. Það er sérdeilis mikilvægt að bera virðingu fyrir einmitt því fólki sem þú vilt að virði þig. Sýndu þeim áhuga og velþóknun og legðu þitt af mörkum til að stuðla að velgengni þeirra.

Finndu þér fyrirmynd

Til þess að öðlast virðingu er gott að tengja sig við fólk sem nýtur virðingar. Þú getur lært mikið af þeim sem eru virtir í samfélaginu og hafa náð árangri og fólk mun virða þig vegna þess lærdóms sem þú dregur af samskiptum þínum við þá.

Vertu öðrum fyrirmynd

Taktu fólk undir þinn verndarvæng. Með því að leiðbeina og aðstoða aðra öðlastu bæði dýrmæta reynslu og virðingu frá þeim sem þú hjálpar. Með því að gefa af þér öðlast þú meiri trú á eigin hæfileikum og getu.

Umkringdu þig jákvæðu fólki, frekar en neikvæðum nöldrurum.
Umkringdu þig jákvæðu fólki, frekar en neikvæðum nöldrurum.

Vertu hreinskilinn

Fátt skapar þér meiri virðingu en hreinskilni, þá sérstaklega þegar kemur að því sem þú gætir gert betur. Fáir þora að viðurkenna veikleika sína, en raunin er sú að flestir kunna betur að meta hreinskilni og skynsemi heldur en látalæti.

Hugaðu að útlitinu

Þetta þýðir ekki að þú þurfir að haga þér eins og ofurfyrirsæta, en það margborgar sig að leggja smávinnu í að koma vel fyrir. Fólk getur verið fljótt að dæma og við fyrstu kynni byggja margir mikið á því hvernig þú kemur fyrir. Þegar þú klæðir þig vel og ert í þínu besta ástandi líður þér einnig sjálfum/ri mun betur og það mun smita út frá sér.

Vertu bein(n) í baki

Líkamsstaða getur haft mikil áhrif við fyrstu kynni og fólk tengir þá sem eru beinir í baki og hnarreistir gjarnan frekar við árangur, metnað og leiðtogahæfni. Að ganga boginn í baki og samanherptur er ekki vænlegt til að auka virðingu sína.

Umkringdu þig jákvæðu fólki

Ef þú umgengst reglulega neikvætt, nöldrandi og yfirborðskennt fólk ertu allt eins líklegur til að verða þannig sjálfur. Það er vænlegast að eyða tíma sínum með fólki sem er jákvætt og metnaðarfullt og ber virðingu fyrir öðrum. Það mun auka sjálfstraust þitt sem eykur sjálfkrafa virðingu annarra fyrir þér.

Taktu uppbyggilegri gagnrýni fagnandi

Við berum oftast litla virðingu fyrir hrokafullu fólki sem hleypur alltaf í vörn ef það þarf að þola gagnrýni. Þeir sem eru auðmjúkir og móttækilegir fyrir góðum ráðum öðlast hins vegar fljótt virðingu fólksins í kringum sig. Með því að vera móttækilegur fyrir slíku muntu þróa jákvæðari og uppbyggilegri sambönd við fólkið í kringum þig og öðlast á sama tíma virðingu þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál