20 ríkustu ungmenni heims

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AFP

Hér kemur listi The Daily Mail yfir tuttugu ríkistu milljarðamæringa heims sem eiga það allir sameiginlegt að vera yngri en 35 ára gamlir. Listinn er fjölbreyttur og hafa ungmennin öðlast auð sinn á misjafnan hátt sumir með því að stofna sín eigin fyrirtæki en aðrir með því að erfa foreldra sína. Efstur á lista er Mark Zukerberg stofnandi Facebook og er auður hans metinn á 5360 milljarða króna.

1 Stofnandi Facebook Mark Zuckerberg er efstur á lista og eru auðæfi hans metin fjórum sinnum meiri en Dustin Moskovits sem prýðir annað sæti listans. Zuckerberg er 31 árs gamall og eru auðæfi hans metin á um 5360 milljarða króna.

2. Dustin Moskovitz stofnaði Facebook ásamt Zuckerberg og er metinn á um 1198 milljarða króna. Hann er 31 árs gamall og starfar nú hjá frumkvöðlafyrirtækinu Asana.

3. Huiryan Yang erfir auðæfi föður síns en hann á afar stórt kínverskt fasteignafyrirtæki. Auðæfi Yang eru metin á um 760 milljarða íslenskra króna.

4. Eduardo Saverin er metinn á 683 milljónir króna. Hann var einn af stofnendum Facebook en deilur hans og Zuckerberg eru sýndar í myndinni Social Network.

5. Scott Duncan erfði olíu- og gasfyrirtæki föður síns er hann lést. Hann hefur þó sjálfur aukið auð sinn á hlutabréfamarkaðinum.

6. Elizabeth Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos er hún var nítján ára gömul sem að sérhæfir sig í rannsóknum á blóðprufum.

7.-9. Stofnendur Airbnb þeir Joe Gebbia, Brian Chesku og Nathan Blecharcyk eru hver um sig metinn á um 396 milljarða króna.  

10. Tom Petersson er erfingi H&M keðjunnar. Hann er þrítugur og eru auðæfi hans metin á 347 milljarða króna.

Elizabeth Holmes, eigandi Theranos, stofnaði fyrirtækið þegar hún var 19 …
Elizabeth Holmes, eigandi Theranos, stofnaði fyrirtækið þegar hún var 19 ára gömul. www.forbes.com

11. Fuli Zong er 33 ára gömul viðskiptakona frá Kína. Hún á stóran hlut í fyrirtækinu Hangzhou Wahaha Group ásamt foreldrum sínum. Auðæfi hennar eru metin á 327 milljarða króna. Zong stjórnar stærsta framleiðslufyrirtæki Kína.

12. Xiang Sun er viðskiptamaður frá Kína. Sun stýrir Sinogian Group sem eru samtök sem sérhæfa sig í fjármálum.

13.-14. Systkinin Julio Mario Santo Dimingo Jr. Og Tatiana Casiraghi erfa Santo Damingo Group samsteypuna sem á fjöldan allan af fyrirtækjum. Systkinin eru metin á 283 milljarða hvort um sig.

15.-16. Stofnendur Snapchat þeir Evan Spiegel og Bobby Murphy eru metnar á 244 milljarða króna hvor um sig. Þeir félagar eru 25 og 26 ára gamlir.

17.-19. Norsku systkinin Carl Erik Hagen, Caroline Hagen Kjos og Nina Camilla Hagen Sorli eru erfingjar fjölskyldufyrirtækisins Canica. Þau eru hvert um sig metið á 244 milljarða króna. Canica á hlut í mörgum öðrum fyrirtækjum.

20. Adrian Cheng er barnabarn viðskiptamannsins Cheng Yu-tung frá Hong Kong. Hann erfir auðæfi afa síns úr skartgripaiðnaðinum og er metinn á 180 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál